Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Kettir

Smitandi lífhimnubólga í köttum – FIP

Höfundur: • Þriðjudagur, 7.mar, 2006 • Flokkur: Kettir

Smitandi lífhimnubólga í köttum (Feline Infectious Peritonitis) er ekki  algengur sjúkdómur, en hins vegar mjög alvarlegur og hefur til skamms tíma verið talinn algjörlega ólæknandi. Sjúkdómurinn leggst aðallega á unga ketti og er dánartíðnin þeirra katta sem veikjast mjög há, eða nærri 100%. Margir þættir geta orðið þess valdandi að köttur veikist, smitist hann af […]



Bogfrymlasótt – áhættusöm fyrir vanfærar konur?

Höfundur: • Miðvikudagur, 15.feb, 2006 • Flokkur: Kettir

Bogfrymlasótt er venjulegast einkennalaus sjúkdómur og ekki hættuleg heilbrigðum einstaklingum sem mynda mótefni gegn honum á 1 – 2 vikum. Hjá varnarskertum einstaklingum, og þunguðum konum, getur bogfrymlasótt  hins vegar verið hættulegur sjúkdómur og getur í verstu tilfellum valdið alvarlegum skaða á fóstri og jafnvel fósturláti. Tíðni smits er misjöfn eftir löndum, en skortur á […]



Spóluormar í köttum (Toxocara cati)

Höfundur: • Miðvikudagur, 4.jan, 2006 • Flokkur: Kettir

Spóluormurinn er algengur í köttum og finnst alls staðar þar sem kettir eru. Aðalhýsill þessa spóluorms (Toxocara cati)er kötturinn, en millihýslar geta verið bæði smáfuglar og meindýr Einkenni spóluormasmits er niðurgangur, þaninn kviður og ljótur og mattur feldur. Þessi einkenni eru algengast hjá kettlingum og ungum köttum, en fullorðnir kettir eru oft einkennalausir, þó þeir […]



Eyrnamerkingar katta

Höfundur: • Miðvikudagur, 16.feb, 2005 • Flokkur: Kettir

Kattaeign í Reykjavík og öðrum þéttbýlisstöðum er býsna mikil og flestir eru kettirnir hinir prúðir heimiliskettir, sem fara aðeins rétt í kringum heimilið. Þó gerist það stundum, að forvitnin dregur þá heldur lengra en gott er og jafnvel á milli bæjarhluta. Þá getur farið illa, því  kisi verður ráðvilltur og hræddur þegar heimaslóðirnar eru horfnar […]



Kynþroski katta

Höfundur: • Mánudagur, 16.feb, 2004 • Flokkur: Kettir

Kettir eru um margt sérstök dýr og eiga sér margar hliðar, ekki bara í fjölda lífa, heldur er t.d. æxlunarmynstur þeirra og meðganga flóknari en hjá öðrum tömdum rándýrum. Kynþroski Flestir kettir verða kynþroska 6-10 mánaða, læður heldur fyrr en fress. Kynþroskinn  ræðst að einhverju leyti af því á hvaða árstíma kisa er fædd en […]



Ofnæmi í köttum

Höfundur: • Miðvikudagur, 26.nóv, 2003 • Flokkur: Kettir

Ofnæmi í köttum er ekki óþekkt fyrirbæri og geta þeir, ekkert síður en við mannfólkið, fengið ofnæmi. Ofnæmið, sem stafar af ofurnæmi kattarins gegn efnum í umhverfinu eða fóðrinu, vaknar við að efnið, það er ofnæmisvakinn, berst á köttinn, ofan í hann við öndun eða við inntöku fóðurs. Oftast er kötturinn á aldrinum 6 mánaða […]