Kviðslit
Höfundur: Helga Finnsdóttir • Sunnudagur, 2.feb, 2014 • Flokkur: Almennt, Hundar, KettirKviðslit er sjúkdómur sem orsakast af því að kviðveggurinn er ekki nægilega sterkur á afmörkuðu svæði svo hluti kviðfitu eða garna treðst út um gatið. Sennilega kannast flestir hunda- eða kattaræktendur við það að einn og einn kettlingur eða hvolpur fæðist með mjúka kúlu á maganum sem getur stækkað eða minnkað eftir aðstæðum.