Hvað ber að varast á vorin?
Höfundur: Helga Finnsdóttir • Laugardagur, 1.jún, 2024 • Flokkur: Almennt, HundarVorið er skemmtilegur tími bæði fyrir hunda og hundeigendur sem hlakka til skemmtilegrar útiveru og hjóla- eða göngutúra, eftir langan vetur. Vorblómin gleðja augað, en ekki er allt sem sýnist, því mörg algengustu blómin í görðunum okkar eru eitruð og geta valdið óþægilegum, og jafnvel hættulegum, eitrunum nái hvolpur eða hundur að sleikja þau.