Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Almennt

Sæðisbanki – og hvers vegna fryst sæði?

Höfundur: • Sunnudagur, 4.maí, 2008 • Flokkur: Almennt, Hundar

Með frystu sæði er mögulegt að fá til landsins erfðaefni beztu hunda sem völ er á hverju sinni; hunda sem eru heilbrigðir, hafa sýnt og sannað ræktunargildi sitt en eru sjaldnast sjálfir falir.



Áramótin nálgast!

Höfundur: • Föstudagur, 28.des, 2007 • Flokkur: Almennt, Hundar, Kettir

Framundan eru áramótin sem eru spennandi tími fyrir marga sprengjuglaða menn. Þessi tímamót geta þó að sama skapi verið tími ótta og skelfingar fyrir mörg gæludýr, því hávaðinn og ljósglamparnir sem fylgja flugeldum  og skottertum geta valdið þeim verulegri hræðslu svo jafnvel djörfustu veiðihundum stendur ekki alveg á sama. Eigendur gæludýra þurfa að undirbúa áramótin […]



Laukurinn og Ugla litla

Höfundur: • Miðvikudagur, 21.feb, 2007 • Flokkur: Almennt

Hverjum gæti nú dottið í hug að smábiti af lauk væri annað en tóm hollusta? En það er öðru nær, því laukur er hættulegur mörgum dýrategundum og sérstaklega köttum. Laukurinn veldur alvarlegu blóðleysi og sé hans neytt í of miklum mæli, getur blóðleysið jafnvel dregið dýrið til dauða. Í byrjun febrúar hringdi eigandi Uglu, lítillar […]



Eru rúsínur og vínber hollustufæði fyrir hundinn?

Höfundur: • Sunnudagur, 28.jan, 2007 • Flokkur: Almennt, Hundar

Rúsínur og vínber (Vitis vinifera) hafa alla tíð verið taldar hið mesta hollustufæði fyrir okkur tvífætta og neyzla þeirra sennilega seint talin geta valdið veikindum og hvað þá dauða. En það á ekki við um hunda, því rúsínu- og vínberjaát getur sannarlega reynzt þeim bannvænn biti og eftir því sem bezt er vitað, eru þeir […]



Fuglainflúenzan og gæludýr

Höfundur: • Fimmtudagur, 13.maí, 2004 • Flokkur: Almennt

Fuglainflúenza hefur verið þekkt síðan um 1880 og kom fyrst upp á Ítalíu, en núverandi faraldur, sem hófst um mitt ár 2003, er umfangsmesti og alvarlegasti fuglaflenzufaraldur frá upphafi. Sjúkdómurinn hefur nú náð hingað til vesturhluta Evrópu og virðist ekkert lát vera á útbreiðslunni. Aldrei í sögunni hefur sjúkdómurinn greinzt í jafnmörgum löndum í einu […]