Naggrísir
Höfundur: Helga Finnsdóttir • Fimmtudagur, 23.okt, 2003 • Flokkur: Kanínur og nagdýrNaggrísir, stundum kallaðir marsvín, eru upphaflega ættaðir frá Suðurameríku (Ekvador, Bólivía og Perú) og lifðu þar í grasi vöxnum hlíðum Andesfjallanna. Talið er að þeir hafi fylgt manninum mjög lengi eða allt frá því 5000 árum f.kr. og teljast því til fyrstu húsdýra mannsins. Upprunalega voru naggrísir notaðir til matar, en seinna einnig til fórna […]