Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Eftir valinn höfund

Bann við innflutningi á eðlum og skjaldbökum

Höfundur: • Miðvikudagur, 23.feb, 2005 • Flokkur: Fréttir

Umræða um bann við innflutningi sumra tegunda skriðdýra skýtur alltaf upp kollinum öðru hverju, en innflutningur skriðdýra á borð við skjaldbökur, slöngur og eðlur hefur verið bannaður frá því snemma á 9. áratug síðusta aldar. Mörgum virðist þetta heldur ósanngjarnt bann, en samkvæmt eftirfarandi grein Gísla Jónssonar, sérgreinadýralæknis á Keldum, er sannarlega rík ástæða fyrir […]



Eyrnamerkingar katta

Höfundur: • Miðvikudagur, 16.feb, 2005 • Flokkur: Kettir

Kattaeign í Reykjavík og öðrum þéttbýlisstöðum er býsna mikil og flestir eru kettirnir hinir prúðir heimiliskettir, sem fara aðeins rétt í kringum heimilið. Þó gerist það stundum, að forvitnin dregur þá heldur lengra en gott er og jafnvel á milli bæjarhluta. Þá getur farið illa, því  kisi verður ráðvilltur og hræddur þegar heimaslóðirnar eru horfnar […]



Ný reglugerð um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni

Höfundur: • Fimmtudagur, 13.jan, 2005 • Flokkur: Fréttir

Ný reglugerð um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni hefur loksins litið dagsins ljós. Ákvæði nýju reglugerðarinnar eru mun afdráttarlausari og skýrari en gömlu reglugerðarinnar, enda gilti hún raunar aðeins um dýrahald í atvinnuskyni og var auk þess almennt orðuð. Sú reglugerð náði einnig yfir öll dýr en ekki gæludýr eingöngu. Löngu var […]



Mjaðmalos

Höfundur: • Mánudagur, 22.nóv, 2004 • Flokkur: Hundar

Mjaðmalos (Hip Dysplasia) er flókin samflétta sjúkdómseinkenna í mjaðmalið. sem hrörnar með þeim afleiðingum, að los myndast milli augnkarlsins (acetabulum) og lærleggshöfuðsins (femoral head). Lærleggskúlan gengur til og frá við hreyfingu og með auknu álagi eyðist liðurinn meira og meira. Með tímanum myndast beingaddar umhverfis liðinn sem valda miklum sársauka við sérhverja hreyfingu. Stundum er […]



Niðurgangskvilli í hundum hefur gert vart við sig í hundum í vor og sumar

Höfundur: • Laugardagur, 25.sep, 2004 • Flokkur: Fréttir

Snemma í vor bar á því, að hundar fengju niðurgang og stundum fylgdu uppköst með. Í flestum tilfellum varð hundurinn ekki lasinn og gekk þetta yfir á nokkrum dögum. Í byrjun var því um kennt að hundurinn hefði étið eitthvað miður hollt, gleypt geitung eða orðið kalt. En með haustinu varð ljóst að ekki var […]



Liðhlaup í hnéskel (Patella luxation)

Höfundur: • Miðvikudagur, 26.maí, 2004 • Flokkur: Hundar

Framanlærisvöðvinn endar í sin, hnésininni, sem festist efst á sköflunginum (tibia), en bandvefsfestingar halda hnéskelinni fastri til beggja hliða liðarins og undir eðlilegum kringumstæðum er alls ekki mögulegt að ýta henni úr grófinni. Liðhlaup í hnéskel er því skilgreint sem það óeðlilega ástand, að hægt sé að ýta hnéskelinni úr grófinni, annað hvort inn að […]



Fuglainflúenzan og gæludýr

Höfundur: • Fimmtudagur, 13.maí, 2004 • Flokkur: Almennt

Fuglainflúenza hefur verið þekkt síðan um 1880 og kom fyrst upp á Ítalíu, en núverandi faraldur, sem hófst um mitt ár 2003, er umfangsmesti og alvarlegasti fuglaflenzufaraldur frá upphafi. Sjúkdómurinn hefur nú náð hingað til vesturhluta Evrópu og virðist ekkert lát vera á útbreiðslunni. Aldrei í sögunni hefur sjúkdómurinn greinzt í jafnmörgum löndum í einu […]



Kynþroski katta

Höfundur: • Mánudagur, 16.feb, 2004 • Flokkur: Kettir

Kettir eru um margt sérstök dýr og eiga sér margar hliðar, ekki bara í fjölda lífa, heldur er t.d. æxlunarmynstur þeirra og meðganga flóknari en hjá öðrum tömdum rándýrum. Kynþroski Flestir kettir verða kynþroska 6-10 mánaða, læður heldur fyrr en fress. Kynþroskinn  ræðst að einhverju leyti af því á hvaða árstíma kisa er fædd en […]



Bólga og sýking í endaþarmssekkjum hunda

Höfundur: • Miðvikudagur, 26.nóv, 2003 • Flokkur: Hundar

Sjúkdómar í endaþarmssekkjum eru mun algengari hjá hundum en köttum. Oftast er um að ræða stíflaðan endaþarmssekk sem getur valdið óþægindum og það stundum verulegum, en hlaupi sýking í bólginn endaþarmssekk er það afar sársaukafullt. Hvar eru endaþarmssekkirnir? Endaþarmssekkirnir, tveir litlir kirtlar á stærð við stóra baun 4 og 8 sé miðað við úrskífu. Innihald […]



Ofnæmi í köttum

Höfundur: • Miðvikudagur, 26.nóv, 2003 • Flokkur: Kettir

Ofnæmi í köttum er ekki óþekkt fyrirbæri og geta þeir, ekkert síður en við mannfólkið, fengið ofnæmi. Ofnæmið, sem stafar af ofurnæmi kattarins gegn efnum í umhverfinu eða fóðrinu, vaknar við að efnið, það er ofnæmisvakinn, berst á köttinn, ofan í hann við öndun eða við inntöku fóðurs. Oftast er kötturinn á aldrinum 6 mánaða […]