Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Eftir valinn höfund

Bogfrymlasótt – áhættusöm fyrir vanfærar konur?

Höfundur: • Miðvikudagur, 15.feb, 2006 • Flokkur: Kettir

Bogfrymlasótt er venjulegast einkennalaus sjúkdómur og ekki hættuleg heilbrigðum einstaklingum sem mynda mótefni gegn honum á 1 – 2 vikum. Hjá varnarskertum einstaklingum, og þunguðum konum, getur bogfrymlasótt  hins vegar verið hættulegur sjúkdómur og getur í verstu tilfellum valdið alvarlegum skaða á fóstri og jafnvel fósturláti. Tíðni smits er misjöfn eftir löndum, en skortur á […]



Smitandi lifrarbólga í hundum

Höfundur: • Laugardagur, 11.feb, 2006 • Flokkur: Hundar

Sjúkdómurinn smitandi lifrarbólga greindist fyrst í silfurrefum árið 1925, en ekki sem sérstakur sjúkdómur í hundum fyrr en árið 1947. Fram til þess tíma var smitandi lifrarbólga álitin hluti af sjúkdómseinkennum hundapestarinnar og að heilabólgan í refum væri jafnframt af sama toga. Smitandi lifrarbólga hefur verið þekktur sjúkdómur í hundum á Íslandi undanfarna rúma tvo […]



Virkjum okkur!

Höfundur: • Miðvikudagur, 18.jan, 2006 • Flokkur: Fréttir

„Hverju viltu breyta, ertu með góða hugmynd? Nú er komið að þér að eiga beinan þátt í mótun Reykjavíkur.“ Þetta góða boð fengum við Reykjavíkingar nýlega frá umhverfissviði borgarinnar. Með þeim orðum hvetur það okkur borgarbúa til að koma á framfæri hugmyndum okkar um betri Reykjavík og geta þannig átt beinan þátt í mótun hennar. […]



Spóluormar í köttum (Toxocara cati)

Höfundur: • Miðvikudagur, 4.jan, 2006 • Flokkur: Kettir

Spóluormurinn er algengur í köttum og finnst alls staðar þar sem kettir eru. Aðalhýsill þessa spóluorms (Toxocara cati)er kötturinn, en millihýslar geta verið bæði smáfuglar og meindýr Einkenni spóluormasmits er niðurgangur, þaninn kviður og ljótur og mattur feldur. Þessi einkenni eru algengast hjá kettlingum og ungum köttum, en fullorðnir kettir eru oft einkennalausir, þó þeir […]



Spóluormar í hundum (Toxocara canis)

Höfundur: • Þriðjudagur, 3.jan, 2006 • Flokkur: Hundar

Aðalhýsill spóluormsins er hundurinn, en hann finnst einnig í refum og öðrum dýrum. Spóluormar eru algengari í hvolpum og ungum hundum en fullorðnum einstaklingum. Smitleiðir eru margar. Smit getur borizt í fóstur um fylgju (lirfur) sem veldur því að hvolparnir fæðast fullir af ormum, lirfur berast með móðurmjólkinni í hvolpana, egg spóluormsins menga umhverfið og […]



Arfgeng, vaxandi sjónurýrnun (PRA)

Höfundur: • Fimmtudagur, 3.nóv, 2005 • Flokkur: Hundar

Orsökin er óþekkt. Sjónan (retína) er innsta lag augans, ljósnæm, gegnsæ og samsett úr mörgum frumulögum. Í einu þeirra sitja frumurnar (fotoreceptorar) sem nema ljósið og kallast tappar og stafir. Stafirnir eru ljósnæmir og nema mjög daufa birtu, en tapparnir skynja mikla birtu, liti og skerpu. Rándýr hafa mun fleiri stafi en tappa sem skýrir […]



Hundainflúenza, nýr smitsjúkdómur í hundum

Höfundur: • Sunnudagur, 16.okt, 2005 • Flokkur: Fréttir

Inflúenzunnar hefur ekki enn orðið vart utan Bandaríkjanna, en hvarvetna hafa yfirvöld dýraheilbrigðismála verulegar áhyggjur af þessum nýja smitsjúkdómi í hundum. Eins og allir vita er inflúenza bráðsmitandi, svo það er mjög skiljanlegt að sjúkdómurinn veki ugg, ekki sízt hjá hundeigendum þar sem ekki er enn hægt að bólusetja gegn honum. Sjúkdómurinn greindist fyrst í […]



Yfirlit yfir sjúkdóma sem hafa greinzt í cavalier king charles spaníelhundum á Íslandi

Höfundur: • Föstudagur, 9.sep, 2005 • Flokkur: Hundar

Hér á eftir er samantekt um flesta sjúkdóma og kvilla sem hafa verið staðfestir í cavalierhundum hér á landi. Sumir þeirra eru  arfgengir, aðrir meðfæddir og enn aðrir einfaldlega tilfallandi hjá hundum af þessari hundategund rétt eins og hjá hundum af öðrum tegundum. Hjarta Míturmurr (Cronic Mitral Valve Disease) er arfgengur sjúkdómur í míturlokum hjartans […]



Aðgerð á hundi með starblindu (katarakt)

Höfundur: • Þriðjudagur, 10.maí, 2005 • Flokkur: Fréttir

Tíkin, 2ja ára cavalíer king charlesspaníel, greindist  á síðasta ári með meðfædda starblindu. Grunur hafði reyndar vaknaði snemma um að augun væru ekki heilbrigð sem reyndist svo rétt í augnskoðun. Þegar greining lá fyrir, hafði sjónin versnað mikið og reyndist tíkin nær alblind, óörugg og vansæl útivið. Eigandinn tók þá ákvörðun að láta gera aðgerð […]



Rafmagnsólar og þjálfun

Höfundur: • Mánudagur, 9.maí, 2005 • Flokkur: Fréttir

Þeir eru áreiðanlega fáir hundeigendurnir sem telja, að hundur verði hlýðnari með notkun tækja sem meiða hann. Það er þó því miður staðreynd, þó í algjörum undantekningartilfellum sé, að hundar eru þjálfaður með gadda-, rafmagns- eða hátíðnihálsólum. Það er illt til þess að hugsa að nokkur skuli telja það árangursríkt, jafnvel bara nokkuð flott, að […]