Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Nýtt bóluefni og bólusetningaráætlun

Höfundur: • 13. júl, 2008 • Flokkur: Hundar

rekom-0161Nýtt og margþátta lifandi bóluefni, Rekombitec C4, ætlað hundum, er nú komið á markaðinn, en það veitir vörn gegn smáveirusótt (Parvo), smitandi lifrarbólgu (Hepatitis Contagiosa Canis), hótelhósta (Kennelcough) og  hundapest (Canine Distemper).

Síðastliðin 5 ár hefur sárlega vantað bóluefni gegn smitandi lifrarbólgu sem sást  bezt á því að sjúkdómstilfellum fjölgaði nokkuð. Þó sjúkdómurinn sé sem betur fer í flestum tilfellum ekki mjög alvarlegur, hafa þó of margir hundar drepist af völdum hans síðan lifrarbólgubóluefnið hvarf af markaðnum hér.

Sérstaða Íslands

Við notkun á lifandi bóluefnum er veiran sem á að vekja mótefnavörn líkamans til varnar sjúkdómnum „lifandi“ en það skapar hins vegar þá hættu að hún geti sýkt einstaklinginn af þeim sjúkdómi sem hún á að vernda hann gegn og getur hann þá, fræðilega séð, bæði fengið einkenni sjúkdómsins – og í versta falli smitað aðra einstaklinga. Þess vegna er alltaf ákveðin áhætta bundin því að nota lifandi bóluefni.

Bóluefnið Recombitek C4

inniheldur mótefnavaka gegn fjórum veirusjúkdómum sem  eru:

1. Hundapest

Hundapestarþátturinn í Recombitek bóluefninu er reyndar framleiddur á annan hátt en í hefðbundnum hundapestarbóluefnum. Í þessu bóluefni er hundapestarveiran „hengd“  á aðra veiru (Canary Pox) sem líkir eftir hundapestarveirunni og ,,platar““  mótefnakerfi líkamans til að mynda vörn gegn sjúkdómnum. Þess vegna er heldur engin hætta á að hundar, bólusettir með Recombitek bóluefni, smiti aðra hunda af hundapest – sem réði úrslitum um að fá leyfi til notkunar þess.

Nýlegar rannsóknir sem gerðar voru við Dýralæknaháskólann í Wisconsin sýndu að þau mótefni sem myndast við bólusetningu með Recombitek bóluefni veita nægilega vörn í a.m.k. 3 ár.

2. Lifrarbólga og smáveirusótt

ichMótefnavakarnir fyrir smáveirusótt, smitandi lifrarbólgu og hótelhósta í Recombitek bóluefninu eru sömu gerðar og í þeim bóluefnum sem hafa verið hér á markaðnum. Mótefnavakarnir gegn lifrarbólgu mynda ljómandi góða vörn, jafnvel ævina á enda og það sama á við um smáveirusótt.

3. Hótelhósti

Bóluefni gegn hótelhósta mynda almennt léleg mótefni og veita þess vegna skammvinna vörn. Sem betur fer hefur hótelhósti ekki verið vandamál hér á landi, en á markaðnum hér hefur reyndar verið til bóluefni, Bronchie Shield, sem myndar sértækt mótefni gegn hótelhóstanum.

Mótefni

tik-a-hvolpumHvolpar fá margvísleg mótefni úr móðurmjólkinni (broddinum) á fyrstu dögun eftir fæðingu sem vernda þá m.a. gegn sömu sjúkdómum og tíkin er bólusett gegn.

Því betur sem tíkin er bólusett (aldrei á þó að bólusetja hvolpafullar tíkur), því fleiri mótefni fá hvolparnir og þar með betri vörn. Þessi mótefni brotna hins vegar niður smátt og smátt, því þeir hafa ekki sjálfir myndað þau og við 8 vikna aldur er svo lítið eftir af þeim að þau veita ekki nægilega vernd – og þá er tímabært að bólusetja.

Bóluefni

eru lyf og bólusetning er þ. a. l. lyfjameðferð. Þrátt fyrir að bóluefni séu talin tiltölulega örugg, er samt alltaf ákveðin áhætta samfara því að meðhöndla einstaklinga með lífrænu efni.

Bólusetningaráætlun með Recombitek bóluefninu

Misjafnt er eftir löndum hvaða ráðleggingar  framleiðendur bóluefna gefa  varðandi bólusetningar; t.d. mæla bandarískir framleiðendur með árlegum bólusetningum á meðan aðrir framleiðendur telja nægilegt að bólusetja á þriggja – fjögurra ára fresti.

Í dag veita öll algengustu bóluefnin almennt mjög góða sjúkdómavörn. hafa Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að mótefni sem myndast eftir bólusetningu með fjölþátta bóluefnum (eins og t.d. Recombitec), vernda hundinn gegn smáveirusótt, smitandi lifrarbólgu og hundapest mun lengur en áður var talið, jafnvel í 7 ár, ef ekki ævina á enda. Mótefnavakinn í bóluefni gegn hótelhósta veitir hins vega mun skemmri vörn eða aðeins um ár í bezta falli.

Þessi niðurstaða hefur gjörbreytt fyrri bólusetningaráætlunum þannig að í dag er talið vel nægilegt að bólusetja hunda á tveggja ára fresti og jafnvel sjaldnar!

Nefna má, að nefnd samtaka bandarísku dýraspítalanna um bólusetningar  (The American Animal Hospital Association Canine Task Force) hefur sent frá sér það álit, að bólusetning með Recombitek bóluefninu jafnvel 3ja hvert ár veiti fullnægjandi vörn!

Við hér á stofunni í Skipasundi munum því bólusetja með Recombitek bóluefninu í samræmi við þessar ráðleggingar og fylgja eftirfarandi bólusetningaráætlun:

Grunnbólusetningbolusetningbostonterrier

Hvolpar: Eins og áður, þ.e. frá 8 – 9 vikna aldri og svo aftur 4 vikum seinna.
Unghundar eldri en 12 vikna og fullorðnir hundar: Einu sinni og svo viðhaldsbólusetning.

Viðhaldsbólusetning

Allir hundar: Ári eftir grunnbólusetningu og þaðan í frá á 2ja – 3ja ára fresti.

,,Viðkvæm“ hundakyn

Sé um að ræða hundakyn sem eru móttækileg fyrir smáveirusótt, eins og Rottweiler-  og Dobermannhundar eru, getur þurft að bólusetja þá oftar gegn smáveirusótt en aðra hunda og  þá er nægilegt að nota einþátta bóluefni eins og Nobivac eða Parvodog.

Þessi bólusetningaráætlun á við sé tíðni smitsjúkdóma í lágmarki. Verði þar einhver breyting á, verður áætlunin auðvitað endurskoðuð og miðuð við sjúkdómaástandið hverju sinni.

Aukaverkanir við bólusetningu með Recombitek C4 bóluefninu sjást af og verður hundurinn þá aumur á stungustaðnum næsta dag. Svo virðist sem aukaverkunin gangi yfir á sólarhring. Í einstaka tilfelli hefur hundur fengið hita og þurft meðhöndlunar við.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd