Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Hundar, vetrarkuldar, skjólföt – eða ekki?

Höfundur: • 8. des, 2022 • Flokkur: Almennt

Á að klæða hunda í föt?

Þurfa allir hundar yfirhafnir eða skó þegar þeir fara út?

Þurfa allir hundar yfirhafnir eða skó þegar þeir fara út?

Framundan er veturinn með misjöfnum veðrum bæði fyrir menn og hunda. Staðreynd er, að hundum líður ekkert skár í vondum veðrum en okkur hinum og getur svo sannarlega líka orðið kalt í frosti og strekkingi. En þurfa hundar yfirhöfn eða skó þegar þeir fara út vegna þess að feldurinn ver þá ekki lengur gegn veðri og vindum?

Hundurinn lifði af í náttúrunni um árhundruð án peysu eða annars skjólfatnaðar, en hins vegar hafa mannanna verk ekki bara breytt útliti fjölmargra hundategunda, heldur einnig feldgerðinni sem ver einstaklinginn ekki lengur gegn kulda.

Flest hundakyn, og úlfurinn, hafa feld sem er gerður úr tveimur lögum hára, þ.e. þeli sem er mjúkt og situr næst húðinni og togi, sem eru löngu yfirhárin, og veitir slíkur feldur mjög góða vörn gegn kulda og roki. Þegar markviss ræktun hófst fyrir árhundruðum, voru ýmsir eftirsóttir eiginleikar hafðir í fyrirrúmi og fram komu m.a. smáhundakyn sem urðu gæluhundar, sváfu jafnvel hjá eigandanum og þurftu þar af leiðandi ekki jafn mikinn feld og vinnuhundarnir sem bjuggu við minni lúxus!

En það eru reyndar ekki bara smáhundar eins og t.d. chihuahua  sem eru feldlitlir, því það á sannarlega einnig við um sum stærri hundakyn sem geta þá ekkert síður átt erfitt með að halda á sér hita, eins og t.d. whippet, og er náttúruleg vörn þeirra gegn kulda þar af leiðandi í lágmarki

Þessum virðist ekki líða illa þó stórhríð geysi allt í kring

Þessum virðist ekki líða illa þó stórhríð geysi allt í kring

Þunnhærð hundakyn, eða hárlaus, hafa hærri líkamshita en loðnir hundar, einfaldlega til þess að bæta varmatapið sem hlýst vegna feldgerðarinnar.

Yfirborð búksins, sem er stærsti hluti líkamans, er þess vegna sá hluti sem þarf að verja gegn kulda, þó hundum geti sannarlega líka orðið kalt á ,,tánum“, eyrunum og skotti. Blóðið í stóru æðunum sem flytja heitt blóðið frá búknum í útlimi, kólnar á hringferðinni og kemur kaldara aftur til baka og líkaminn þarf að nota mikla orku til hita það á nýjan leik.

Mörgum þykir það skrýtið, að sleðahundar frjósi ekki í hel, eða útlimina kali, þegar þeir hringa sig í snjónum í nístandi frosti og roki. En með aðlögun þeirra að umhverfinu, og einstakri hjálp náttúrunnar, hefur æðakerfið í útlimunum þróað með sér eins konar varmaskiptakerfi. Kerfið virkar þannig, að súrefnisríkt, heitt blóð sem líkaminn dælir til móts við kalda blóðið í útlimunum vermir það, svo líkamshitinn í þeim helzt jafn. Um leið er ,,kerfið“ jafnframt orkusparandi.

Hvað ber að varast í kuldanum?

Kuldi og vosbúð getur valdið ýmsum kvillum

Kuldi og vosbúð getur valdið ýmsum kvillum

Verði hundi kalt er honum auðvitað hættara við að verða veikur. Ekki er óalgegnt að sjá t.d. blöðrubólgu, hálsbólgu og jafnvel lungnabólgu eftir kulda, slark og bleytu.

Hundum finnst jafn slæmt og okkur að vera kalt og kuldinn er enn verri sé gigt til staðar. Það er því mjög eðlilegt að dýralæknirinn ráðleggi hlífðarföt fyrir þá hunda sem þess þarfnast til varnar kuldanum.

 

 

 

 

Eyru og þófar 

Volgt sápu,,fóta"bað getur gert kraftaverk

Volgt sápu,,fóta“bað getur gert kraftaverk

Á  feldlitlum hundum er það ekki bara feldurinn á búknum sem er þunnur, heldur er hann það líka á eyrnablöðkum, loppum og skotti. Snöggar og þunnhærðar eyrnablöðkur, eða bert skott, eru viðkvæm fyrir kulda og getur kalið í miklu frosti.

Salt á götunum getur valdið bæði ertingu og sárum á loppunum og því er nauðsynlegt að skola þær þegar heim er komið. Gott húsráð við aumum þófum er að útbúa volgt sápuvatn (brúnsápu t.d.) og láta hundinn standa í volgu vatninu í nokkrar mínútur, þerra síðan loppurnar vel, setja jafnvel græðandi smyrsli á þófana og klæða svo í bómullarsokka.

gott er að klippa hárin á milli þófanna svo ekki safnist í þau ísklumpar sem geta sært

Séu loppurnar loðnar á milli þófanna, ætti að klippa hárin þar reglulega í burtu, því í þau sezt snjór sem getur myndað köggla sem varla getur verið gott að ganga á! Fyrirbyggandi má bera á þá vaxáburð sem einnig ver gegn saltinu. Veiðimenn ættu t.d. alltaf að hafa ,,hundasokka” og mýkjandi krem (t.d. AD smyrsli) til taks í bakpokanum, því langar göngur í harðfenni og á grýttu landi geta meitt og skorið þófana.

Skottlömun (Watertail)

sést oftast hjá þeim sækjandi fuglahundum eins og retríverhundum. Ástæðan er sú að hundurinn ofreynir skottið þegar hann syndir og notar það sem stýri í köldu vatninu, eða dillar því um of. Ofreynslan veldur bólgum í vöðvunum kringum skottrótina, bólgan þrengir að taugaendunum, skottið lamast og hangir nánast eins og dautt. Þessu geta fylgt veruleg óþægindi og því ekki verra að hafa samband við dýralækninn og fá verkjalyf.

pungur

Eistun eru viðkvæm líffæri og getur ofkæling leitt til ófrjósemi

 

Eistu

Sérstaklega þarf að gæta vel að pungnum í frosti, því húðin á honum er þunn, eistun afar viðkvæm fyrir kulda og ofkæling getur leitt til ófrjósemi. Einnig má benda á, að þunn húðin á pungnum getur brunnið í mikilli sól.

Blöðrubólga

Ekki er óalgegnt að tíkur fái blöðrubólgu verði þeim kalt, t.d. sitji þær lengi úti í snjó og kulda. Einnig ætti að taka tillit til þeirra þegar þær eru á lóðaríi og forða þeim frá vosbúð og kulda meðan það stendur yfir.

Hvolpar

ber-mallieru berir á mallanum og því verulega hætt við ofkælingu. Ekki er ráðlegt að leyfa þeim að vera úti í köldu veðri og blautu, nema örstutta stund í senn.

 

 

 

 

 

Rakur og blautur feldur                                                                                      

missir einangrunargildið og þykkur feldur getur verið lengi að þorna sem eykur því verulega líkurnar á ofkælingu.

Kaldur bíll

hitamotta1

Hitamotta sem hægt er að stinga í samband í bílnum er tilvalin sem undirlag í köldum bíl

Gott er að hafa flíspoka í bílnum til að geta sett hundinn í hann svo hann kólni ekki eftir gönguferð

Gott er að hafa flíspoka í bílnum til að geta sett hundinn í hann svo hann kólni ekki eftir gönguferð

Sé farið í gönguferð á köldum vetrardegi, eða í veiði, er mikilvægt að setja ekki hundinn sem kemur heitur úr gönguferðinni, inn í kaldan bíl. Tilvalið er þá að klæða hundinn í flíspoka sem nær upp að hálsi svo hann kólni ekki. Einnig er hægt að fá hitamottu sem stungið er í samband og hafa aukalega sem hlýtt undirlag undir hundinn.

 

 

 

 

 

Gamlir hundar og gigtveikir

fylgjast vel með gamla hundinum og passa að honum verði ekki kalt

Mikilvægt er að fylgjast vel með gamla hundinum og passa að honum verði ekki kalt

þola kulda alveg sérstaklega illa. Mjög mikilvægt er að taka tillit til þeirra og gæta þess að þeim verði ekki kalt eða sitji, eða liggi, lengi hreyfingarlausir úti. Hlý yfirhöfn er mikil bót fyrir gamla hundinn í köldu veðri og rigningu, auk gigtarlyfja sem geta gert kraftaverk fyrir gamlan og gigtveikan hund.

Er í lagi að hundar éti snjó?

NEI – alls ekki, því snjóát getur valdið magakvillum og jafnvel blóðugum uppköstum. Hafi hundurinn tilhneigingu til að éta snjó eða klaka, er skynsamlegt að beina athyglinni frá þeirri iðju og alls ekki örva hana með því að henda til hans snjóboltum.

 

Föt og/eða skór?

Með aldrinum fá hundar gjarnan gigt. Gigtveikir hundar hreyfa sig þá auðvitað hægar og minna, eru um leið viðkvæmari fyrir kulda og hættara á ofkælingu.

Hundaföt mega ekki vera lítillækkandi fyrir hundinn eða þjóna hégómagirnd eigandans

Hundaföt mega ekki vera lítillækkandi fyrir hundinn eða þjóna hégómagirni eigandans

Oft sést það á hundinum hvort honum er kalt eða ekki. Líði honum vel hoppar hann og skoppar, en norpar aftur á móti og skelfur sé honum kalt.

skor

Sokkar hlífa meiddri eða aumri loppu

Sé tekið mið af aldri hundsins, heilsu hans og veðráttu, er auðvitað betra fyrir hann að vera í ,,yfirhöfn“ í göngutúrunum til að halda á sér hita og njóta útiverunnar.

Sumir hundar þola einnig illa saltið á götunum og þá gæti líka verið nauðsynlegt að klæða hann í til þess gerða skó til að hlífa loppunum.

Hundeigandinn þarf að taka mið af aðstæðum hverju sinni og meta þær hundinum til góðs og hafa í huga, að skjólfatnaðurinn á að þjóna velferð hundsins, en má alls ekki vera eins hvers konar tízkufyrirbæri sem þjónar hégómagirni eigandans.

Er of kalt til þess að fara út?

Auðvitað er misjafnt frá hundi til hunds hvernig kuldinn bítur á hann, en samkvæmt meðfylgjandi töflu má reikna hvort það sé of kalt fyrir hundinn þinn til þess að fara út – eða vera áfram inni í hlýjunni.

En hvað er of kalt?

Smellið á mynd til að stækka.

Bandaríski dýralæknirinn K. Smyth, yfirfærði einfalda töflu frá leikskóla barnanna hennar þar sem kuldaáhrif á lítil börn voru metin, í sambærilega töflu fyrir hunda. Leiðbeiningarnar í töflunni miðast var við litla, meðalstóra og stóra hunda þar sem 1 táknar enga hættu við útiveru, en 5 getur gæti valdið lífshættu. Lóðrétt eru svo kuldagráðurnar, ásamt vindkælingunni, en  láréttu dálkarnir eru hugsaðir eins og umferðarljósin; græni liturinn er hættulaus, sá guli táknar varúð og sá rauði hættu.

Ljósbláu línurnar til hægri eru svo leiðbeinandi fyrir eigandann til að geta metið aðstæðurnar miðað við hundinn. Í rigningu og hráslagalegu veðri ætti þá að leggja + 2 við lóðréttu dálkana sem getur þá hækkað hættustigið og sé um feldmikinn hund að ræða, eða hund sem er vanur kulda má draga 1 – 2 stig frá.

 

 

 

Fara verðu varlega nálægt ísilögum ám eða vötnum

Hundeigendur!

Farið ávalt varlega nálægt ísilögðum ám og vötnum, því ekki má treysta því að ísinn haldi,  jafnvel ekki léttum hundi.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd