Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Kattaflær

Höfundur: • 24. mar, 2016 • Flokkur: Almennt

Kattaflær

Við megum sannarlega teljast heppin hér á Íslandi, og getum þakkað það legu Íslands og einangrun, að hafa að mestu verið laus við smitandi og alvarlega sjúkdóma sem og útvortis sníkjudýr; sjúkdóma sem herja á gæludýr og búfénað í flestum löndum heims.  Þeir valda ekki bara sársauka og veikindum hjá dýrunum, heldur fylgir þeim mikill lækniskostnaður og jafnvel dýrar varnaraðgerðir fyrir yfirvöld.

Ekki er mögulegt að bólusetja nema gegn fáum smitsjúkdómum. Bólusetningin ver einstaklinginn sem bólusettur er, en bólusett dýr geta þó borið með sér smitefni þeirra sjúkdóma sem þau eru bólusett gegn, þ.e. geta verið heilbrigðir smitberar og smitað önnur dýr. Sníkjudýr geta að sama skapi verið erfið viðureignar og sjúkdómar af þeirra völdum jafnvel verið illlæknanlegir eða þarfnast ævilangrar meðhöndlunar með dýrum lyfjum.

Meðgöngutími smits er mislangur, en með einangrun gæludýra í við komuna til landsins ættu einkenni flestra smitsjúkdóma eða sníkjudýra að vera komin í ljós á þeim 4 vikum sem einangrunin er í dag.

Krafan um einangrun gæludýra er því mikilvægur varnarhlekkur í því að verja gæludýrin okkar, og jafnvel einnig hesta og búfénað, gegn alvarlegum smitsjúkdómum, ónauðsynlegum sársauka og miklum kostnaði fyrir eigendur og þjóðfélagið.

Fló2Nýlega bárust þær fréttir að kattafló (Ctenocephalides felis) hefði verið staðfest á köttum hér í Reykjavík og er það fyrsta staðfesta tilfellið um þennan leiðindagest hér á landi. Í fyrstu var talið (og vonað) að tilfellið væri staðbundið við kattafjölskylduna sem flóin greindist fyrst á, en svo gott var það því miður ekki. Fleiri tilfelli greindust og það sem verra var, m.a. á venjulegri, íslenzkri miðbæjarkisu sem fór allra sinna ferða um bæinn!

En hvað er nú svo sem slæmt við eina litla kattafló og hvers vegna ættum við að leggja ofuráherzlu á að losna við hana?

Kattaflóin leggst reyndar bara ekki bara á ketti; henni þykja hundar hreint ekki verri vinir og líkar ekki síður afar vel við eigendurna!

Kattaflóin bítur sem sagt gjarnan bæði börn og fullorðið fólk og konur (66%) frekar en karla (33%). Hver ástæðan er, er ekki alveg þekkt, en auk þessara óþæginda getur kattafló borið með sér ýmsa sjúkdóma og þá jafnvel alvarlega bæði fyrir fólk, ketti og hunda.

En hver er svo þessi vágestur?

Kattaflóin (Ctenocephalides felis) er blóðsjúgandi, útvortis sníkjudýr, 1.5 – 3 mm löng með öfluga fætur sem gerir hana að verulega góðum hástökkvara sem getur náð allt að 30 cm löngu stökki!

Flóaregg

Hver fló verpir 10 – 25 eggjum á dag

Flóin lifir í feldi kisa eða hundsins og þar verpir hún eggjunu
m, allt að 10 – 25 eggjum á dag  sem sitja fastlímd á hárunum og dreifast með þeim um allt heimilið.

Flærnar lifa af því að sjúga blóð úr hýslinum sem getur valdið blóðleysi og jafnvel dregið hvolpa og kettlinga til dauða. Munnvatn flóarinnar getur einnig valdið ertingu svo mörg dýr mynda óþol vegna bitsins  og afleiðinginn er mikill kláði og jafnvel húðsjúkdómar.

Flóin veldur miklum og óþægilegum kláða hjá þeim sem hún leggst á

Flóin veldur miklum og óþægilegum kláða hjá þeim sem hún leggst á

Það sem aðskilur kattaflóna frá hundaflónni er, að sú fyrrnefnda gerir sé bæði ketti og hunda að góðu sem hýsla, en hundaflóin heldur sig einungis við hunda en hoppar ekki á ketti.

 

 

 

 

 

 

Lífsferill frá eggi til kynþroska flóar

tekur um 3 vikur. Fullorðin fló lifir svo á hýslinum í allt að mánuð, stingur oft og fitnar og dafnar!

Lirfurnarklanner

klekjast út úr eggjunum eftir 2 – 10 daga, allt eftir hitastiginu í umhverfinu. Þeim líkar bezt að vera fjarri birtu, svo sem í gólfrifum, kverkum og auðvitað undir rúmdýnum, fari kisa upp í rúm. Lirfurnar púpa sig svo eftir nokkra daga og eru þá svo vel varðar, að afar erfitt er að útrýma þeim á því stigi, en séu kjöraðstæður ekki sem beztar, klekjast þær ekki út og geta lifað í umhverfinu svo mánuðum skiptir þar til aðstæður lagast þeim í vil.

Flærnar

fjölga sér ekki á okkur mannfólkinu, heldur aðeins á hundum og köttum. Þegar þær á annað borð eru komnar inn á heimilið, getur verið anzi erfitt að losna við þær því eins og áður sagði, geta púpaðar lirfurnar legið í dvala svo mánuðum skiptir, áður en batnandi aðstæður verða til þess að þær umbreytist í hoppandi flær með tilheyrandi óþægindum.

Hvernig leitar maður að flóm?

Hafi eigandinn grun um að heimilisdýrið hafi flær, er bezt að stilla því á hvítt lak og kemba í gegn um feldinn með lúsakambi og setja hárin í glæran plastpoka. Finnist flær á dýrinu er sennilegt að maður sjái dökkar flærnar, hvít perlulaga egg og dökkan flóasaurinn. Taki maður það sem líkist saur og setji á rakan pappír, skilur hann eftir sig rauðbrúnan blett vegna blóðinnihaldsins.

Flærnar og tvífætt fórnarlömb!

Flóarbit1

Flær geta laggst illa á fólk og þá sérstaklega konur og börn

Svangar flær bíta gjarnan fólk, þó uppáhalds fórnarlömbin séu auðvitað kettir og hundar. Flærnar leita gjarnan á þá staði líkamans þar sem fötin þrengja að, eins og undir stroffið á sokkum og við buxnastrengi. Þær stinga oft og sjúga blóð, en staldra þó ekki lengi við á líkamanum heldur leita nýrra fórnarlamba, eða þess sama aftur!

 

 

 

 

 

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Flóin veldur miklum og óþægilegum kláða hjá þeim sem hún leggst á


Flóin veldur miklum og óþægilegum kláða hjá þeim sem hún leggst á

Enn er ekki vitað hvort kattaflóin er landlæg hér og verðum við sannarlega að vona að svo sé ekki.

En greinist kisa eða hundur með kattafló getur verið snúið að losna við hana, ekki endilega af dýrinu sjálfu, heldur miklu frekar úr umhverfinu og getur það kostað heilmikla vinnu og fyrirhöfn. Alls staðar leynast hunda- og kattahár eins og allir gæludýraeigendur vita.  Það þarf að ryksuga vel, í öll horn og undir dýnum, fari hundurinn eða kisa upp í rúm, þvo allt sem hægt er að þvo og það sem ekki má þvo, er hægt að setja annað hvort út í frostkalda nótt eða í frystinn. En stundum getur þurft að úða heimilið með eitri til að vinna bug á óværunni.

Meðferð fyrir sFlóarlyf sett ájálfa kisu eða hundinn er öllu auðveldari, því sem betur fer eru til á markaðnum góð lyf sem virka vel. Beztar eru sennilega svokallaðar blettunarlausnir (Pour on) sem eru sett á húðina og drepa þau flærnar, lirfur og egg sem eru á sjálfu dýrinu.
Benda má á, að þessi lyf gagnast einnig vel þegar kettir bera inn starrafló (sem lifa þó hvorki í umhverfi kattarins eða fjölga sér þar).

 

 

Sjúkdómar

Kattaflóin getur borið með sér sjúkdóma sem geta valdið alvarlegum veikindum bæði hjá mönnum og dýrum. (Cat scratch disease/Bartonella henselae, bacillaer angiomatose, Parinauds oculoglandulare syndrome og valvular infection.)

Alvarlegastur er sennilega sjúkdómurinn ,,Cat scratch disease” sem stafar af bakteríunni Bartonella henselae sem er algeng alls staðar í heiminum, en ekki þekkt hér á landi, og veldur hún árlega mörgum sjúkdómstilfellum erlendis. Bakterían finnst í saur flóarinnar og þar með á húð eða í feldi kisu. Smitefnið, þ.e. bakterían, berst í fólk sé það klórað, bitið eða sleiki kisa opið sár á húðinni og finnast engar varnir eins og bóluefni gegn þessum sjúkdómi.

Fyrir nokkrum árum voru gerðar rannsóknir við Dýralæknháskólann í Colorado (dr. M. LappinCollege of Veterinary Medicine & Biomedical Sciences at Colorado State University) á blóði frá íslenzkum köttum þar sem m.a. var leitað að mótefnum bakteríunnar Bartonella henselae og voru öll sýnin þá neikvæð.

Dýrmæt forréttindi

Það eru sannarlega dýrmæt forréttindi sem við Íslendingar eigum að vera að mestu laus við flesta þá sjúkdóma og sníkjudýr í dýrum sem finnast víðast hvar í heiminum.

Við ættum því, öll sem eitt, að gæta þess að hingað berist ekki neinir þeir sjúkdómar eða sníkjdýr sem geta sýkt gæludýrin okkar, viðkvæman stofn íslenzka hestsins eða annan búfénað.

Hagsmunsfélög eins og Hundaræktarfélag Íslands, Kattaræktarfélagið Kynjakettir og hestamannafélögin í landinu ættu öll að leggjast á eitt til þess að standa vörð um heilbrigði íslenzkra dýra, gæludýra jafnt sem hesta, og skora á yfirvöld að viðhalda einangrun gæludýra eins og hún er í dag. Einnig ættu þau að beita sér fyrir markvissri fræðslu og láta ekkert tækifæri ónotað til að benda á þá hættu sem getur fylgt því að koma með til landsins áhöld, fatnað og tæki sem hafa verið í snertingu við dýr. Einnig þarf að vekja athygli á mikilvægi þess að fara í hrein föt/skó á heimleið eftir að hafa verið innan um dýr, því það þarf ekki nema einn lítinn, notaðan feldbursta, óhreinan skófatnað eða föt til að bjóða hættunni heim. Og þá verður ekki aftur snúið!

Heimildir:

  • Kattelopper. Det jordbrugsvidenskabelige fakultet. Aarhus Universitet. Institut for Plantebeskyttelse og Skadedyr . Skadedyrslaboratoriet.
  • Veraldarvefurinn
  • Matvælastofnun

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd