Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Hundar

Eru rúsínur og vínber hollustufæði fyrir hundinn?

Höfundur: • Sunnudagur, 28.jan, 2007 • Flokkur: Almennt, Hundar

Rúsínur og vínber (Vitis vinifera) hafa alla tíð verið taldar hið mesta hollustufæði fyrir okkur tvífætta og neyzla þeirra sennilega seint talin geta valdið veikindum og hvað þá dauða. En það á ekki við um hunda, því rúsínu- og vínberjaát getur sannarlega reynzt þeim bannvænn biti og eftir því sem bezt er vitað, eru þeir […]



Smitsjúkdómar í hundum og köttum á Íslandi

Höfundur: • Laugardagur, 27.jan, 2007 • Flokkur: Hundar, Kettir

Eftirfarandi sjúkdómar eða mótefni gegn þeim hafa verið staðfestir í hundum og köttum á Íslandi, að hundaæði undanskildu, þó frásögn og lýsing frá 18. öld á sjúkdómi er gaus upp í hundum á Austurlandi gæti átt hugsanlega átt við hundaæði. Hundar Veirusjúkdómar Hundaæði (Rabies) Ekki er vitað með vissu hvort hundaæðis hafi nokkurn tímann orðið […]



Smitandi lifrarbólga í hundum

Höfundur: • Laugardagur, 11.feb, 2006 • Flokkur: Hundar

Sjúkdómurinn smitandi lifrarbólga greindist fyrst í silfurrefum árið 1925, en ekki sem sérstakur sjúkdómur í hundum fyrr en árið 1947. Fram til þess tíma var smitandi lifrarbólga álitin hluti af sjúkdómseinkennum hundapestarinnar og að heilabólgan í refum væri jafnframt af sama toga. Smitandi lifrarbólga hefur verið þekktur sjúkdómur í hundum á Íslandi undanfarna rúma tvo […]



Spóluormar í hundum (Toxocara canis)

Höfundur: • Þriðjudagur, 3.jan, 2006 • Flokkur: Hundar

Aðalhýsill spóluormsins er hundurinn, en hann finnst einnig í refum og öðrum dýrum. Spóluormar eru algengari í hvolpum og ungum hundum en fullorðnum einstaklingum. Smitleiðir eru margar. Smit getur borizt í fóstur um fylgju (lirfur) sem veldur því að hvolparnir fæðast fullir af ormum, lirfur berast með móðurmjólkinni í hvolpana, egg spóluormsins menga umhverfið og […]



Arfgeng, vaxandi sjónurýrnun (PRA)

Höfundur: • Fimmtudagur, 3.nóv, 2005 • Flokkur: Hundar

Orsökin er óþekkt. Sjónan (retína) er innsta lag augans, ljósnæm, gegnsæ og samsett úr mörgum frumulögum. Í einu þeirra sitja frumurnar (fotoreceptorar) sem nema ljósið og kallast tappar og stafir. Stafirnir eru ljósnæmir og nema mjög daufa birtu, en tapparnir skynja mikla birtu, liti og skerpu. Rándýr hafa mun fleiri stafi en tappa sem skýrir […]



Yfirlit yfir sjúkdóma sem hafa greinzt í cavalier king charles spaníelhundum á Íslandi

Höfundur: • Föstudagur, 9.sep, 2005 • Flokkur: Hundar

Hér á eftir er samantekt um flesta sjúkdóma og kvilla sem hafa verið staðfestir í cavalierhundum hér á landi. Sumir þeirra eru  arfgengir, aðrir meðfæddir og enn aðrir einfaldlega tilfallandi hjá hundum af þessari hundategund rétt eins og hjá hundum af öðrum tegundum. Hjarta Míturmurr (Cronic Mitral Valve Disease) er arfgengur sjúkdómur í míturlokum hjartans […]



Mjaðmalos

Höfundur: • Mánudagur, 22.nóv, 2004 • Flokkur: Hundar

Mjaðmalos (Hip Dysplasia) er flókin samflétta sjúkdómseinkenna í mjaðmalið. sem hrörnar með þeim afleiðingum, að los myndast milli augnkarlsins (acetabulum) og lærleggshöfuðsins (femoral head). Lærleggskúlan gengur til og frá við hreyfingu og með auknu álagi eyðist liðurinn meira og meira. Með tímanum myndast beingaddar umhverfis liðinn sem valda miklum sársauka við sérhverja hreyfingu. Stundum er […]



Liðhlaup í hnéskel (Patella luxation)

Höfundur: • Miðvikudagur, 26.maí, 2004 • Flokkur: Hundar

Framanlærisvöðvinn endar í sin, hnésininni, sem festist efst á sköflunginum (tibia), en bandvefsfestingar halda hnéskelinni fastri til beggja hliða liðarins og undir eðlilegum kringumstæðum er alls ekki mögulegt að ýta henni úr grófinni. Liðhlaup í hnéskel er því skilgreint sem það óeðlilega ástand, að hægt sé að ýta hnéskelinni úr grófinni, annað hvort inn að […]



Bólga og sýking í endaþarmssekkjum hunda

Höfundur: • Miðvikudagur, 26.nóv, 2003 • Flokkur: Hundar

Sjúkdómar í endaþarmssekkjum eru mun algengari hjá hundum en köttum. Oftast er um að ræða stíflaðan endaþarmssekk sem getur valdið óþægindum og það stundum verulegum, en hlaupi sýking í bólginn endaþarmssekk er það afar sársaukafullt. Hvar eru endaþarmssekkirnir? Endaþarmssekkirnir, tveir litlir kirtlar á stærð við stóra baun 4 og 8 sé miðað við úrskífu. Innihald […]



Langvinnur hjartalokusjúkdómur í cavalierhundum

Höfundur: • Sunnudagur, 28.sep, 2003 • Flokkur: Hundar

Eftirfarandi grein er eftir Clarence Kvart, dýralækni, rituð í Uppsölum í september 2000.            Hrörnun í hjartalokum milli gáttar og slegils er algengur hjartasjúkdómur í cavalierhundum. Niðurstöðum rannsókna í Englandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Svíþjóð ber öllum saman um að tíðni hjartamurrs í cavalierhundum aukist verulega frá 5 ára aldri.            Hjartalokuhrörnun með stigvaxandi hrörnun […]