Í okkar augum er dýrið þitt einstakt.
Velkomin(n) á vefsíðu Dýralækningastofu Helgu Finnsdóttur í Skipasundi 15, en sérgrein Helgu eru sjúkdómar hunda og katta með áherzlu á æxlun og pörun hunda.
Þekking – reynsla – þjónusta
Sama hverrar tegundar sem dýrið þitt er, þá bjóðum við ykkur velkomin hingað á stofuna og munum leitast við að sinna ykkur af þekkingu, alúð, umhyggju og áratuga reynslu.
Stofan er mjög vel búin tækjum svo sem blóðrannsóknar- og stafrænum röntgentækjum, tækjum til ómskoðunar og tannhreinsunar.
Geymum einnig fryst sæði.
eru alla virka daga milli klukkan 10 – 11
í síma 553 7107.
Nýjustu greinar
Að mörgu er að hyggja þegar tekin er ákvörðun um að fá lítinn kettling á heimilið bæði hvað varðar ábyrgð á velferð hans ævina á enda, en ekki síður heilbrigði. Eitt af því mikilvægasta varðandi kisu, heilbrigði hennar og lífsgæði, er ákvörðunin um ófrjósemisaðgerð eða ekki.
Þvagblöðrusteinar »
Blöðrusteinar eru steinar, stórir sem smáir, sem myndast í þvagblöðrunni við sérstök skilyrði og geta fundizt í henni, jafnvel í tugatali.Ekki er óalgegnt að finna kristalla og steina í blöðru og þvagrás og einkenni vegna þeirra eru allt frá því að vera lítil til þess að vera lífshættulegur sjúkdómur.
Fuglainflúensa H5N5 »
Fuglainflúensa, H5N1, bráðsmitandi veirusjúkdómur (A veira) í fuglum, barst fyrst til landsins árið 2021.
Fuglainflúensa hefur ekki greinzt í öðrum dýrategundum en fuglum hér á landi fyrr en núna í janúar. Þá staðfesti Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum tvö tilfelli skæðrar fuglainflúensu af stofninum H5N5 í köttum á höfuðborgarsvæðinu sem eru alvarleg tíðindi fyrir alla, ekki sízt kattaeigendur, en þetta eru fyrstu staðfestu tilfellin í köttum í heiminum.
Til að hindra fleiri smit og alvarleg veikindi, verður að koma í veg fyrir að kisa komist í tæri við, eða éti, veika/dauða fugla eða komist í fugladrit.
Legbólga er hættulegur sjúkdómur í tíkum og einnig læðum. Algengast er að tíkur veikist eftir 4 – 6 ára aldur og að fjórðungur þeirra fái legbólgu eftir 10 ára aldur.
Hvað ber að varast á vorin?»Vorið er skemmtilegur tími bæði fyrir hunda og hundeigendur sem hlakka til skemmtilegrar útiveru og hjóla- eða göngutúra, eftir langan vetur. Vorblómin gleðja augað, en ekki er allt sem sýnist, því mörg algengustu blómin í görðunum okkar eru eitruð og geta valdið óþægilegum, og jafnvel hættulegum, eitrunum nái hvolpur eða hundur að sleikja þau.
Hundar, vetrarkuldar, skjólföt – eða ekki?»
Á að klæða hunda í föt og getur það verið nauðsynlegt? Hvenær er of kalt fyrir lítinn hund að vera úti og er eitthvert viðmið sem hundeigendur geta stuðst við? Í meðfylgjandi grein má lesa hvað beri að varast þegar kalt er í veðri og skoða ,,kulda“töflu sem er gott að hafa til hliðsjónar miðað við veður.
